

Anna er skylmingakona, ekki aðeins á sjónum heldur æfði hún skylmingar um árabil og situr hún í stjórn Skylmingasambands Íslands auk þess sem útivist er á meðal áhugamála. Hún hefur lært japönsku og frönsku og talar spænsku auk þýsku og er mikill lestrarhestur.
Hvað er skemmtilegast við starfið? „Fjölbreytnin. Ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í að byggja upp heilt fyrirtæki með samstarfsfólki. Að sjálfsögðu hefur það verið erfitt og hefur á stundum tekið á, en fyrst og fremst hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt. Starf Önnu felst mikið í aðstoð við skipulag uppsetninga kerfanna og í samskiptum við viðskiptavini sem eru í hverri einustu heimsálfu nema á Suðurskautslandinu og í Afríku þegar þetta er skrifað. „Ég mæti í vinnuna og veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér og það er mjög áhugavert.“