FRAMKVÆMDASTJÓRI TÆKNISVIÐS

Þegar ég brautskráðist 1996 var ég spurð að því hvort við værum tvær, ég og Rannveig Rist! Við vorum þó sex konur sem brautskráðumst úr vélaverkfræði hér heima það ár.“
Varla hefur alltaf verið lygn sjór í þeim mörgu verkefnum sem fylgja stjórastarfi. „Rétt er það. Ég hef staðið með sjálfri mér og ekki reynt að vera önnur en ég er heldur bara ég sjálf. Mikilvægt er að vera
heiðarlegur og hreinskilinn og fylgja eigin sannfæringu. Anna nefnir að einn vinnufélagi hennar hafi sagt að hann geti ekki borið ábyrgð á því að einhver maður í Noregi sé í fýlu.

„Þetta er ágætt ráð, að taka það ekki inn á sig ef illa er komið fram við mann eða ef einhver reiðist.“ Þótt það heyri til algjörra undantekninga kom ýmislegt upp á þegar Anna var á sjó. Hún játar að hafa til dæmis staðið augliti til auglits við danskan skipstjóra sem steytti hnefa og varð einstaklega reiður sérstaklega af því að henni varð það á að kalla skipið hans båt en ekki skib… þar eð dönskukunnáttan var ekki alveg fullkomin.
„Hluti af starfinu er að takast á við mótlæti en ekki þýðir að taka slíkt inn á sig. Halda verður áfram!“
Hvaða ráð á hún fyrir unga fólkið í námi og starfi? „Fyrst og fremst að hlusta á sjálfan sig. Háskólanám er þannig að ef þú hefur ekki áhuga á því þá er það erfitt og leiðinlegt. Margt hefur breyst á stuttum tíma og símenntun er orðin mun algengari, það er alltaf hægt að breyta til. Anna vitnar í aðalframkvæmdastjóra Facebook Sheryl Sandberg: „Metorðastiginn er ekki lengur stigi, heldur klifurgrind, hver og einn finnur sinn stað í klifurgrindinni. Það þarf ekki að ákveða framtíðina til fulls um tvítugt.

Mér hefði til dæmis aldrei dottið í hug að ég myndi vinna við eitthvað tengt útgerð þar sem ég er svo sjóveik, þó er ég búin að vera viðloðandi sjóinn núna í um áratug!“