Um höfunda

Tækifærin Hjördís Hugrún Ólöf Rún

Haustið 2013 lögðu mæðgurnar Ólöf Rún og Hjördís Hugrún af stað í mikið ævintýri. Þær tóku viðtöl við 50 íslenskar konur sem sinna áhugaverðum störfum víða um heim. Í San Francisco & Stokkhólmi, Reykjavík & Reyðarfirði, Berlín & Boston, London & Lúxemborg og víðar starfa íslenskar valkyrjur við spennandi störf. Eva Lind tók glæsilegar ljósmyndir af viðmælendum í starfsumhverfi sínu. Jónatan Arnar sá um hönnun og umbrot. Málverk á forsíðu er eftir Fríðu Kristínu Gísladóttur.

****
Afrakstur þessa ævintýris er bókin Tækifærin. Eiguleg og falleg bók sem gefur lesendum innsýn inn í heim kjarkmikilla og kröftugra kvenna.

****

Hjördís Hugrún Sigurðardóttir hefur lokið B.Sc námi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands  og er formaður Stuðverks skemmtifélags verkfræðikvenna, hún stundaði meistaranám í rekstrarverkfræði við tækniháskólann í Sviss, ETH Zürich og starfar nú sem verkefnastjóri hjá höfuðstöðvum ABB í Zürich.

Ólöf Rún Skúladóttir hefur áratuga langa reynslu af fjölmiðlastörfum og viðtölum. Hún hefur  unnið við fréttir og þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi auk þess sem hún hefur skrifað  tímaritsgreinar og verið ritstjóri. Ólöf Rún hefur lokið B.A. námi í þýsku og ensku frá Háskóla Íslands og lagði stund á meistaranám í fjölmiðlafræði með áherslu á  útvarps -og sjónvarpsfréttir við San Jose State University í Kaliforníu.

Tækifærin

Tækifærin2